Skrýtin skrúfa

Ég er að verða sjötugur og hlakka ekki neitt sérlega til elliáranna. Og það pirraði mig illa þegar nokkrir einstaklingar í hópi aldraðra tóku þann pól í hæðina að framboð til alþingis til að skerpa kröfuna um mannsæmandi kjör á efri árum væri eina leiðin til að þvinga stjórnvöld til að gera alvarlegar endurbætur á kjörum aldraðara Ég veit að úrbætur af hendi stjórnvalda eru litlar sem engar og undirskrift samnings aldraðra og ríkisvaldsins eru svo litlar að það er niðurlægjandi að horfa upp á það að ríkisstjórnin skuli ávalt komast undan því að taka almennilega á málum. Við megum ekki alltaf horfa upp á ríkistjórnina hæla sér fyrir eitthvað sem ekkert er. Ég skil ekki að fyrrverandi landlæknir skildi láta hafa sig út í það að skrifa undir þetta plagg. Nei kæru samborgara! Við þurfum ekki fleiri framboð á Íslandi, heldur að fylkja okkur að baki þeim flokki sem er með úrbæturnar til okkar í forgrunni stefnu sinnar. Vinsti hreyfingin grænt framboð er með þetta á oddinum ásamt umhverfisvernd, ef hún kemur sterk út úr kosningunum og fær aðstöðu til stjórnarmyndunnar þá verður eitthvað gert. Reynum að vera svolítið klár núna, ekki haga okkur eins og aular. BG 

Alltaf geta íslendingar komið manni á óvart. Maður sér núna hvað valt er að trúa skoðanakönnunum sem gerðar eru mánuði eða tveimur fyrir kosningar. Eina marktæka könnunin er útgönguspáin á kjördag, hún er yfirleitt nokkuð rétt. Það er lenska að sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir toppi ávalt á röngum tíma eða einum mánuði og rúmlega það fyrir kosningar. Framsókn mælist mjög lág á þessum tíma en rétt fyrir kosningar koma þeir frá Kanaríeyjum og Flóríta til að kjósa því þar eru þeir oft á vetrum. Og þeir sem eru heima koma undan vetrinum aldrei harðari Framsóknarmenn en á kjördegi. Samfylkingin er aftur orðinn alger Krata flokkur sem ekki er hægt að ráða mikið í, því að margir sem gengu yfir í Samfylkinguna úr Alþýðubandalaginu gamla eru farnir að hika í afstöðu sinni og ekki endilega að treysta því að þeir kjósi Samfylkinguna í næstu kosningum.    En ég spái því nú samt að þeir verði með 27 % atkvæða þegar upp verði staðið,Vinstri grænir geta vel við 15%  unað  Það má reikna með að 36% muni falla Íhaldsmegin, Það eru margir sem hafa það býsna gott um þessar mundir og þora ekki að breyta neinu. Framsókn nær að kroppa til sín 15% og þar með heldur Stjórnin.BG  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband