Að googla

Ég fór að forvitnast um hvað google vefurinn vissi um mig og hvað langt aftur í tímann og þá uppgötvaði ég að ég hafði aðgang að blogg.is sem ég reyndar hélt að væri ekki til lengur. Auðvitað var ég búinn að gleyma aðgangsorðinu og lykilorðinu svo að ég klikkaði á gleymt lykilorð og viti menn, svar eftir mínútu eða svo. Einhvern veginn dagaði uppi löngunin í að blogga og þetta féll allt í gleymsku en ekki í dá. Kannski missti ég áhugann þegar ég uppgötvaði að það eru komnir svo frábærir bloggara fram á ritvöllinn að mér fannst ekki reynandi að keppa við þetta fólk sem margt er ritfært og málefnalegt. Ég eignaðist fáa bloggvini og vissi að mitt blogg yrði ekki lesið. Ég sé það núna að þetta er fyrir mig sjálfan og góður vettvangur til að skrá mínar vangaveltur um mál og málefni, jafnvel þó að vanti stundum þekkingu á málefnunum. Það er nú bara með mig blessaðan að ég hef aldrei getað komið mér upp almennilegri dellu í neinu, leti hugans er svo mikil að hann nennir ekki að taka þátt í neinu sem mig langar að gera. Vinstri og hægri heilinn vinna ekki nógu vel saman. Maður sér hverju fram vindur, þetta er lítið skref en skref.

Baldur G


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband