Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Venjulegar vangaveltur

Nú er lygn sjór eftir fjörmikið kosningavor. Ekki langt síðan sumarþingi lauk sem var tíðindalítið og ekki auðséð í fljótu bragði hvað átti að koma út úr því. Maður er auðvitað hundfúll yfir hvernig alþingiskosningarnar fóru en lýðræðið er svona og við viljum hafa það þannig.Stundum finnst manni vera fullmikið af gráum svæðum í lýðræðis framkvæmdinni, kannski viljum við líka hafa það svo. Ég er að bíða eftir því hversu mörg  kosningaloforða samfylkingarinnar verða svikin á fyrsta ári kjörtímabilsins en það voru ekki liðnir margir dagar stjórnarsetunnar þegar fyrsta loforðið var svikið og var haninn ekki einu sinni búinn að gala tvisvar. Það muna víst flestir hvað átti að verða fyrsta vers Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ég man ekki betur en að það ætti að taka Íslendinga af lista Bandaríkjamanna yfir hinar víg fúsu þjóðir. En hvað? "Við hörmum stríðið í Írak". Hver gerir það ekki?  Nú er allt á fullu við undirbúningorkuvera sem útvega á rafmagn til fjögurra nýrra álvera, á gjafverði. "Fagra Ísland" Var þetta ekki eitt af slagorðum Samfylkingarinnar, ekki man ég betur en hvað verður um okkar fagra land þegar landið hefur misst árnar, fossana, gljúfrin , gilin og lækina undir eitt allsherjar lón. Er þetta framtíðarsýn Samfylkingafólks. Er fólk sem hætti við að kjósa Vinstri græna ekki farið að sjá eftir því eða þeir sem sóuðu atkvæði sínu á Íslandshreyfinguna, hefði ekki verð betra að kjósa Vinstri Græna. þá væri þó náttúra Ísland með öfluga málsvara. Eru engin takmörk fyrir því hverju má fórna fyrir landið okkar Ísland ef peningar eru annarsvegar? Á það fyrir okkur Íslendingum að liggja að taka þátt í að murka lífið úr Írökum og murka lífið úr fegurð Ísland og náttúruperlum þess?. Ljótt ef satt er. Það er aðeins ein manneskja í nýrri ríkisstjórn sem ég treysti, sem hefur mannlegar tilfinningar og hlýju til að bera og á eftir að koma einhverju góðu til leiðar. þetta er Jóhanna Sigurðardóttir sem ég veit að lætur ekki teyma sig út í einhverja vitleysu. Þessi kona hefur alltaf haft góðar kenndir til þeirra sem minna mega sín. Það hefði verið gott að hafa hana með okkur Vinstri Grænum í flokki. En úr því sem komið er er betra hafa hana í stjórn en utan hennar. B.G. 


Kosningarnar

Eftir heilmikið bras tókst mér að komast á bloggið mitt, en það er orðið nokkur tími síðan að ég reyndi þetta. svo að lykilorð og annað var komið í glatkistuna. Eftir ævintýralegar kosningar og úrslit þeirra þá ætti ég auðvitað að vera sáttur þar sem mitt fólk Vinstri/Grænir juku fylgi sitt um næstum helming og fjóra þingmenn. Þetta er svo til það fylgi sem ég spáði að VG fengi þó að ég neyti því ekki að ég vonaði að við næðum 12 þingmönnum inn. Það er stór galli á skoðanakönnunum hvað vart er að treysta á það fylgi sem segist muni kjósa þennan eða hinn flokkinn mánuði fyrir kosningar og það gerist æ ofan í æ að VG toppar á vitlausum tíma. En við unnum góðan sigur þó að tækifærið til að koma Íhaldinu í stjórnarandstöðu hafi glutrast niður. Þar eiga allir vinstri flokkarnir stóra sök og ég er ekki par hrifinn af því hvernig mitt fólk hélt á málum. Sumarþing er um þessar mundir og er skrýtið að hlusta á stjórnar andstöðuna karpa um það hverjir hafi átt sökina á að ekki tókst að mynda vinstri stjórn. Sannleikurinn er sá að allir flokkarnir snéru sér é hægri hliðina og biðluðu til Sjálfstæðisflokksins, meira að segja VG af öllum flokkum. Ingibjörg ætlaði alltaf að komast í stjórn með Íhaldinu enda hafa kratar ávalt verið hægra megin við miðjuna. Það var meira segja sagt hér áður fyrr að Alþýðuflokkurinn hafi verið kýli á bak við hægra eyra Íhaldsins og mig minnir að Hannibal Valdimarsson hafi sagt þetta einhvern tímann. (kannski) Allir vita svo hvernig komið var fyrir Framsókn. Flokkurinn var eiginlega að verða samgróinn Sjálfstæðisflokknum og var ekki seinna vænna fyrir Geir Haarde að skera á milli svo að ekki kæmi sýking í flokkinn. Nú sér maður betur og betur að ekki er hægt að treysta orðum Ingibjargar nú frekar en fyrri daginn og óttast ég mest að ég lifi það ekki að sjá hér á landi sannkallaða vinstri stjórn. B.G


Nýr Tuðari

Hallgrímur Helgason rithöfundur skilgreindi Halldór Blöndal sem mesta tuðara landsins. Það fer ekki á milli mála að hatur hans á Ólafi Raghnari virðist vera fölskvalaust ef svo má að orði komast. Ef kom smá hlé á umfjöllun hægri manna á gerðum forsetans þá sá Halldór um það að viðhalda slæmri umfjöllun um hann og endur vekja fyrri orðræður. Davíð Oddsson var líka drjúgur að niðurníða Ólaf. Ég er svo sem ekki undrandi á þessu því það má aldrei blaka við þessu liði lengst til hægri og andskotalaust að fá ekki í friði að valtra yfir meiri part þjóðarinnar í  viðleitni sinni við að troða í gegnum þingið fjölmiðlafrumvarpinu margfræga. Styrmir Gunnarsson hefur líka verið seigur við að hatast út í forsetann okkar. Hannes Hólmsteinn átti þetta til líka. Nú er komin fram á sjónarsviðið kventuðari, Ásta möller sem virðist eiga að taka við af Hallddóri sem yfirtuðari Sjálfstæðisflokksins. Yfirgjammari Framsóknarflokksins Hjálmar Árnason er að hætta á þingi svo að hans nýtur ekki lengur við í gjammara hlutverkinu en það kemur maður í manns stað ef Framsókn kemur manni á þing að þessu sinni Guðjón Ólafur er feiki öflugur gjammari og trúlega næsti yfirgjammari flokksins ef hann nær inn á þing.

 


Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband