Færsluflokkur: Dægurmál
30.5.2011 | 14:58
Að googla
Ég fór að forvitnast um hvað google vefurinn vissi um mig og hvað langt aftur í tímann og þá uppgötvaði ég að ég hafði aðgang að blogg.is sem ég reyndar hélt að væri ekki til lengur. Auðvitað var ég búinn að gleyma aðgangsorðinu og lykilorðinu svo að ég klikkaði á gleymt lykilorð og viti menn, svar eftir mínútu eða svo. Einhvern veginn dagaði uppi löngunin í að blogga og þetta féll allt í gleymsku en ekki í dá. Kannski missti ég áhugann þegar ég uppgötvaði að það eru komnir svo frábærir bloggara fram á ritvöllinn að mér fannst ekki reynandi að keppa við þetta fólk sem margt er ritfært og málefnalegt. Ég eignaðist fáa bloggvini og vissi að mitt blogg yrði ekki lesið. Ég sé það núna að þetta er fyrir mig sjálfan og góður vettvangur til að skrá mínar vangaveltur um mál og málefni, jafnvel þó að vanti stundum þekkingu á málefnunum. Það er nú bara með mig blessaðan að ég hef aldrei getað komið mér upp almennilegri dellu í neinu, leti hugans er svo mikil að hann nennir ekki að taka þátt í neinu sem mig langar að gera. Vinstri og hægri heilinn vinna ekki nógu vel saman. Maður sér hverju fram vindur, þetta er lítið skref en skref.
Baldur G
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 23:41
Bull
Fylgi VG mælist rúmlega 32% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 11:55
Brynjólfur hættir störfum.
Innri endurskoðandi óskast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 16:07
Björn Bjarnason
Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 10.1.2009 kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2008 | 23:47
Hátækni sjúkrahús
Dægurmál | Breytt 10.1.2009 kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 00:01
heilabilun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 16:44
Evran á dagskrá
Það fer vart framhjá neinum sem er að reyna að fylgjast með stjórnmálum og efnahagsmálum að sumir í þjóðfélaginu halda ekki vatni af löngun í að innleiða Evruna eða einhvern annan gjaldmiðil til að taka við af okkar heitt elskuðu krónu. Því er blákalt haldið fram að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og ekki á vetur setjandi. Það er verið að kjafta krónuna út af borðinu með ákveðnum hætti og sérstaklega nú um stundir vegna efnahagslegra erfiðleika. Það eru sérstaklega samtök iðnaðarins og auðjöfrarnir (sem einkum hafa þó hagnast á krónunni okkar) sem vilja krónuna feiga. Svo auðvitað bókstafstrúarmennirnir, Samfylkingin sem er látlaust með Evru glyrnur í augunum daginn út og inn. Þessu fólki er alveg sama þó að verðbólgan fari á fljúgandi ferð og seti alþýðu manna á vonarvöl. Verðbólgu markmið Seðlabankans eiga að hverfa og láta allt reka á reiðanum. Sem betur fer eru enn til flokkar sem hafa stolt til að bera til að halda í sjálfstæði okkar, það sem eftir er, og vilja halda í okkar krónu og undirstöður atvinnuvega okkar, Sjávarútveg og Landbúnaðinn án þess að fá skipanir frá Brussel um hvað megi gera eða ekki gera. Sem betur fer höfum við Davíð Oddson í Seðlabankanum til að halda verðbólgunni niðri og hófstilltan forsætisráðherra sem heldur niðri á hægan en áhrifamikinn hátt nokkrum rugludöllum og j í Sjálfstæðisflokknum og vill óbreytt ástand. Ef Geir Haarde og það fólk sem honum fylgja verða í einhverjum vandræðum með að hemja meðstjórnendur í ríkisstjórninni þá er hægur vandi að skipta um dömu sem mundi þá vera næstbesta daman á ballinu og á ég auðvitað við Vinstri græna sem mundu standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar með Sjálfstæðisflokknum. Það er kaldhæðnislegt að Framsókn skuli ljá máls á inngöngu í Evrópusambandið. Þeir hljóta þó að vita að það mundi ganga að landbúnaðinum al dauðum. Í þá gömlu góðu daga þegar Framsóknarmenn héldu vörð um sína kjósendur sem voru að mestu bændur hafði maður ekki þá tilfinningu að þeir, af öllum mönnum mundu svíkja sína. En því miður, þá urðu þeir fyrir því óláni að kjósa yfir sig formann sem hafði allt aðra og verri sýn á hlutina og heilaþvoði liðið eins og það lagði sig. Svo langar mig svona í afturendann á þessu spyrja þá menn sem vilja kasta frá sér lágri verðbólgu fyrir háa, hvort þeir muni ekki eftir því þegar verðbólgan hér var alltaf í tugum prósenta og allt að hundrað prósentum og sparifé landans brann til ösku eins og um áramótabrennu væri að ræða. Farið að hugsa, í guðsbænum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 22:04
Rasismi
Endalaust er hægt að koma mönnum á óvart í þessu þjóðfélagi. Ég fylgdist með úrslitum í laugardagslagakeppninni og fannst ákaflega lítið til koma. Ekkert laganna heillaði mig upp úr skónum og hef ég ekki mikla trú á að sigurlagið nái langt í Evrovision keppninni. Ég greiddi ekki atkvæði neinu laganna svo að mér var í rauninni sama hvað af þessu dóti kæmist áfram. En ég er samt hálft í hvoru feginn að þetta lag vann en ekki bulllögin tvö sem voru i öðru og þriðja sæti. Lagið hans Barða var svo sem í lagi ef það hefði verið flutt af alvöru listamönnum en þetta var bara bull. Það finnst mér aftur afleitt að Friðrik Ómar skuli ekki fá frið fyrir rasistum og verði að flýja úr borginni og taka símanúmerin sín úr símaskránni. Hefur íslenska þjóðin efni á að fóstra með sér rasista. Í guðsbænum farið þið sem stundið svona einelti að banka uppá í heilanum á ykkur til að vita hvort einhver er heima. Það þurfa allir að læra að tapa og mér fannst nú að Gilse.... gæti nú alveg unað við annað sætið en einhverjir áhangendur hljómsveitarinnar kunna sig ekki , því miður. B.G.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 21:42
Fjölmiðla okur.
Ég er fórnarlamb fjölmiðla okurs, það fer ekki á milli mála. Við hjónin höfum verið áskrifendur stöðvar 2 í fjölda ára og töldum okkur þurfa að vera það vegna skort á fjölbreytni í dagskrárvali í ríkissjónvarpinu. það voru nýrri og betri myndir á Stöð 2 en maður hafði þó fótboltann á ríkinu, enska boltann og fleiri viðburði svo sem beinar útsendingar af landsleikjum í handbolta. Stöð 2 sýndi líka fótbolta endrum og eins, þannig að maður hafði úr ýmsu að moða. þegar 365 miðlarnir sölsuðu undir sig enska boltann og bættu við sig fleiri og fleiri Sýnarrásum, hætti hætti maður að sjá enska boltann heimsmeistarakeppnina eða yfirleitt heimsklassa knattspyrnu t.d. Afríkukeppnina í fótbolta. Það er að verða nokkur ár síðan ég sá leik í enska boltanum. þetta hefur maður látið yfir sig ganga og látið gott heita vegna þess að maður gat horft á Formúlu 1 keppnina Sjónvarpinu. En það mátti ekki svo til ganga lengur, 365 miðlarnir þurftu auðvitað að sölsa það undir sig. Nú bíður maður eftir því að þeir kaupi sjónvarpsréttinn í kvennahandboltanum og karla boltanum. Þetta væri kannski ekki alvont ef stöð 2 væri jafnt og þétt að bæta efni sitt, en því miður þetta eru eintómar endursýningar og maraþonþættir sem margir eru að verða fullsaddir af að horfa á, gamlir Friends þættir sömu raunveruleikaþættirnir ár eftir ár og sömu lögregluþættirnir árum saman sem sagt útþynnt amerískt efni. Sama má segja í rauninni með Ruv, enginn metnaður á hvorugri stöðinni. Ég er að byrja áttunda tuginn á minni æviferð og ég sé mest eftir því að geta ekki horft á góða knattspyrnu eða Formúluna það sem maður á eftir ólifað alla vega ekki í sjónvarpi. það vill mér til láns að ég get einstaka sinnum séð leiki á netinu í tölvunni minni á 17 tommu skjá. Ef maður á að fá að sjá dýrðina þarf maður að borga morð fjár í viðbót við lágkúruna. Ég vona bara að gróðinn verði sem mestur hjá ykkur. Baldur Guðm
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 22:00
sagan endalausa
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar