Færsluflokkur: Dægurmál

Á villigötum

Þetta er í annað skiptið á æfi minn, sem spannar 70 árin í þessum mánuði, sem ég verð alveg gáttaður á framferði ráðamanna landsins. Í fyrra skiptið var það þegar D.O. reyndi að troða fjölmiðla frumvarpinu ´fræga í gegn um þingið og forsetinn okkar kom í veg fyrir það. þá var 80 til 90% þjóðarinnar andvígir því. Íhaldið og Framsókn urðu að falla frá þeirri áætlun að valta yfir þjóðina í það skiptið. þó að maður hafi oft fundist fyrrverandi ríkisstjórn undir forsæti D.O. valta yfir allt og alla, þá hafði hún oft á bak við sig meiri hluta þjóðarinnar og ekki mikið við því að gera og vísa ég t.d. til virkjanamála og vatnalaganna margfrægu. Það óhappaverk að að skuldbinda Íslensku þjóðina til að taka þátt í innrás Bandaríkjanna og Bretlands á saklausa þjóðina, Írak er óhæfuverk tveggja manna sem snið gengu flokksfélaga sína og ákváðu einhliða  þátttöku okkar. Maður vonar að svona gerningur verði ekki endurtekinn aftur nema með þjóðaratkvæðagreiðslu. En síðara skiptið, sem ég varð mjög hvumsa er einmitt val Setts Dómsmálaráðherra í embætti dómara í trássi við þá nefnd sem er ráðgefandi í svona málum og hafði valið þann sem síst var talinn hæfur. Það hafa oft verið deilur um val í dómara embætti en alltaf var sá er valinn var vel hæfur og ekkert við því að segja þó manni finnist stundum að um frænda og vina veitingar sé að ræða. Rökstuðningurinn fyrir þessari veitingu er ekki á vetur setjandi enda á móti öllu vitrænu. Embættisveiting Össurar er skiljanlegri, hann valdi einn  umsækjandann fram yfir aðra, en allir voru þeir vel hæfir og engin nefnd sem lagði til eins eða annars, þó ég hefði sjálfur valið konuna vegna þess að hún hafði gegnt þessu starfi í einhverja mánuði og gert það vel. B.G.

Sðferðisbrestur þjóðar

Siðferðisbrestur

Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið þegar maður er nú sestur í helgan stein hvernig græðgisvæðing þjóðarinnar er að leiða okkur í algerar ógöngur  bæði  siðferðilega og efnahagslega.Ég merki mikla afturför á ýmsum sviðum og er helst að sjá að Ísland sé að verða eign 10% þjóðarinnar og erlendir aðila séu að narta í kökuna líka. Ráðamenn þjóðarinnar eru alveg blindaðir af stóriðjustefnunni og vilja öllu til kosta til að koma upp álverum sem víðast. Nú er komin upp ný vá, Samfylkingin er sest í ráðherrastólana og það vita allir hver stefna hennar er, að koma Íslandi í ESB með öllu því afsali á stórn   landsins, sem við höfum þó haft að hluta til en margar tilskipanir koma frá ESB í gegnum samninginn sem við bandalagið var gert. Siðferði landans fer hrakandi sem sést á því að nú virðist orðið vera í lagi að sökkva hálendinu hvar sem það finnst og láglendinu líka reyndar ef einhver stórfyrirtæki vilja reysa hér álver. Annað dæmi um hnignun og úrkynjun er þessi gengdarlausa græðgi fjárfesta sem sumir hverjir eru með miljarða í laun á ári fyrir utan gróðann af fjárfestingunum sem fjármagnaðar eru með lánum trúi ég.  Á sama tíma og sumir hverjir baða sig í peningum og borga lítið í skatta miðað við allan auðinn eru heilu starfsstéttirnar í menta og heilbrigðisgeiranum  í stórfeldum vandræðum með að manna stöðurnar vegna láglaunastefnu stjórnvalda,  sveitafélaga og atvinnurekenda. Hinn vestræni heimur er að gera út af við þennan hnött sem  við búum á með gegndarlausri mengun sem er orsök græðginnar sem hrjáir heiminn um þessar mundir. Ráðamenn í sumum ríkjum eru svo gersneyddir því að hafa vitiborna framtíðarsýn að þeir þora ekki að sína dug til að stöðva  þessa óheilla þróun. Auðmagnið hefur svo mikil völd að það er illráðanlegt meðan að mikið vill altaf hafa meira og meira, það er aldrei nóg. BG


Blogghugleiðingar

Það er orðið býsna langt síðan ég hef bloggað sem er vegna andlegrar leti og ekki undan neinu að kvarta eða neinn blóraböggull í sigtinu. Ég hef svolítið verið að kíkja á blogg annarra og maður skildi ætla að annar hver íslendingur stundi meira og minna blogg. Æði er það nú misjafnt að gæðum, bæði inntak og málfar. Sumir ættu nú að gera eitthvað annað sér til dundurs en blogga t.d. stunda tölvuleiki eð vídeógláp. Það er ekki alslæmt þó ritmálið sé ekki alveg 100%. Öll skrifum við einhverjar málvillur og skilst þó mæta vel  en sumt er algerlega hreint bull og mætti vera áfram í hugskoti viðkomandi. Mér finnst málfarið vera vers hjá þeim sem eru með dylgjur í garð annarra eða hótanir, sleggjudóma og fyrirfram dóma á hendur einstaklinga. Þetta kom berlega í ljós í stóra hundamálinu. Þar skitu menn almennt í buxan sín. Þarna var einstaklingur dæmdur til dauða alveg að ósekju. Töffararnir á bloggsíðunum eru svakalegir í málfari margir hverjir og rosalegir bullukollar. En eins og ég segi það getur verið gaman að lesa sumt af þessu.

 


Yfirgangur

Það er hálf önugt að vita ekki hvað maður á gera þegar flutt er í annað byggðarlag og eiga íbúð í hinu plássinu og geta ekki selt. Fyrir vikið þurfum við hjónin að búa í kjallaranum hjá dóttur okkar og tengdasyni. Við vorum svo óheppin að búa á stað þar sem yfirvöld staðarins valta yfir íbúana ef þurfa þykir og gerðu sér lítið fyrir og tóku sneið af lóðinni okkar, ruddu niður öllum trjánum með jarðýtu og byggðu leikskóla fyrir framan svefnherbergis og stofugluggana, þannig að við urðum að skipta um herbergi til að sofa í því að starfsfólkið á leikskólanum gat fylgst með hvað fór fram í þeim hluta hússins sem að heimilinu snýr. Fyrir vikið er ekki einu sinni spurt um íbúðina eða litið á hana. Það er ekki slæmt að búa hjá þeim hjónum, er reyndar yndislegt, því að tillitssamara og hjálplegra fólk er ekki til á jarðríki. Mér finnst þó að þau ættu að fá að njóta hússins alls því það hentar mjög vel að vera með sjónvarpsherbergi og vinnupláss þarna niðri. En við getum ekki fjárfest í íbúð hér á Skaganum nema að losna við eignina á hinum staðnum. Til marks um yfirgang bæjarstjórnarinnar var hringt í okkur þar sem við vorum á ferðalagi í Færeyjum og beðist leyfis til að leggja veg meðfram húsinu okkar til þess að bærinn gæti komið tækjum og efni inn á lóð leikskólans. Í grandaleysi veittum við leyfið án þess að við gerðum okkur grein fyrir hvað þarna ætti að fara fram. Nú er bærinn með veg og leikskóla á okkar lóð. Við höfðum búið þarna í 21 ár en urðum að flytja vegna þess að konu minni var sagt upp störfum til að redda fyrirtækinu frá gjaldþroti. Ég er aftur á móti kominn á eftirlaun og allir vita hvernig laun ellilífeyrisþega eru um þessar mundi. Ef bæjaryfirvöld hefðu einhverja döngun eða réttlætiskennd mundu þau kaupa þetta af okkur til að gera okkur kleyft að lifa ennþá með reisn. Ekki er endilega víst að við mundum okra á bæjaryfirvöldum. B.G.  

Nýr Tuðari

Hallgrímur Helgason rithöfundur skilgreindi Halldór Blöndal sem mesta tuðara landsins. Það fer ekki á milli mála að hatur hans á Ólafi Raghnari virðist vera fölskvalaust ef svo má að orði komast. Ef kom smá hlé á umfjöllun hægri manna á gerðum forsetans þá sá Halldór um það að viðhalda slæmri umfjöllun um hann og endur vekja fyrri orðræður. Davíð Oddsson var líka drjúgur að niðurníða Ólaf. Ég er svo sem ekki undrandi á þessu því það má aldrei blaka við þessu liði lengst til hægri og andskotalaust að fá ekki í friði að valtra yfir meiri part þjóðarinnar í  viðleitni sinni við að troða í gegnum þingið fjölmiðlafrumvarpinu margfræga. Styrmir Gunnarsson hefur líka verið seigur við að hatast út í forsetann okkar. Hannes Hólmsteinn átti þetta til líka. Nú er komin fram á sjónarsviðið kventuðari, Ásta möller sem virðist eiga að taka við af Hallddóri sem yfirtuðari Sjálfstæðisflokksins. Yfirgjammari Framsóknarflokksins Hjálmar Árnason er að hætta á þingi svo að hans nýtur ekki lengur við í gjammara hlutverkinu en það kemur maður í manns stað ef Framsókn kemur manni á þing að þessu sinni Guðjón Ólafur er feiki öflugur gjammari og trúlega næsti yfirgjammari flokksins ef hann nær inn á þing.

 


Skrýtin skrúfa

Ég er að verða sjötugur og hlakka ekki neitt sérlega til elliáranna. Og það pirraði mig illa þegar nokkrir einstaklingar í hópi aldraðra tóku þann pól í hæðina að framboð til alþingis til að skerpa kröfuna um mannsæmandi kjör á efri árum væri eina leiðin til að þvinga stjórnvöld til að gera alvarlegar endurbætur á kjörum aldraðara Ég veit að úrbætur af hendi stjórnvalda eru litlar sem engar og undirskrift samnings aldraðra og ríkisvaldsins eru svo litlar að það er niðurlægjandi að horfa upp á það að ríkisstjórnin skuli ávalt komast undan því að taka almennilega á málum. Við megum ekki alltaf horfa upp á ríkistjórnina hæla sér fyrir eitthvað sem ekkert er. Ég skil ekki að fyrrverandi landlæknir skildi láta hafa sig út í það að skrifa undir þetta plagg. Nei kæru samborgara! Við þurfum ekki fleiri framboð á Íslandi, heldur að fylkja okkur að baki þeim flokki sem er með úrbæturnar til okkar í forgrunni stefnu sinnar. Vinsti hreyfingin grænt framboð er með þetta á oddinum ásamt umhverfisvernd, ef hún kemur sterk út úr kosningunum og fær aðstöðu til stjórnarmyndunnar þá verður eitthvað gert. Reynum að vera svolítið klár núna, ekki haga okkur eins og aular. BG 

Alltaf geta íslendingar komið manni á óvart. Maður sér núna hvað valt er að trúa skoðanakönnunum sem gerðar eru mánuði eða tveimur fyrir kosningar. Eina marktæka könnunin er útgönguspáin á kjördag, hún er yfirleitt nokkuð rétt. Það er lenska að sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir toppi ávalt á röngum tíma eða einum mánuði og rúmlega það fyrir kosningar. Framsókn mælist mjög lág á þessum tíma en rétt fyrir kosningar koma þeir frá Kanaríeyjum og Flóríta til að kjósa því þar eru þeir oft á vetrum. Og þeir sem eru heima koma undan vetrinum aldrei harðari Framsóknarmenn en á kjördegi. Samfylkingin er aftur orðinn alger Krata flokkur sem ekki er hægt að ráða mikið í, því að margir sem gengu yfir í Samfylkinguna úr Alþýðubandalaginu gamla eru farnir að hika í afstöðu sinni og ekki endilega að treysta því að þeir kjósi Samfylkinguna í næstu kosningum.    En ég spái því nú samt að þeir verði með 27 % atkvæða þegar upp verði staðið,Vinstri grænir geta vel við 15%  unað  Það má reikna með að 36% muni falla Íhaldsmegin, Það eru margir sem hafa það býsna gott um þessar mundir og þora ekki að breyta neinu. Framsókn nær að kroppa til sín 15% og þar með heldur Stjórnin.BG  


Idolið mitt Ómar Ragnarsson

Mér finnst rosalega sorglegt að Ómar Ragnarsson skuli vera meiri íhaldsmaður en umhverfissinni og fari í þá ósvinnu að dreifa kröftum okkar til hægri og vinstri til þess eins að koma í veg fyrir að 12 ára stóriðjustjórn fái áfram að útdeila virkjunum til útlendinga á spottprís eingöngu til álframleiðslu. Þegar Ómar loksins reis upp á gamals aldri til verndunar hálendisins, kannski of seint að vísu varð ég strax hans maður og vonaði að hann gengi í raðir okkar sem höfum frá upphafi verið andvígir stóriðju og virkjunum umfram þarfir okkar. Mér varð að orði þegar Ómar stofnaði annað framboð með hægri áherslur, “Nú er aumingja kallinn að skjóta sig og fleiri í fæturna”. Ef flokkur Ómars fengi engan þingmann í næstu kosningum er nokkuð tryggt að ríkisstjórnin heldur velli. Það er engin von til þess að Ómar og flokkur hans nái neinu fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, það sýna skoðanakannanir undan farnar vikur. Fylgið kemur frá  Vinstri/grænum, frá þeim flokki sem er með verndun náttúrunna efst á stefnuskrá sinni. Þegar Ómar Ragnarsson gekk niður Laugaveginn í broddi fylkingar þúsunda fólks, karla, kvenna og barna var fólki að sýna samstöðu með sjónarmiðum umhverfissinna, Það horfði ekki til þess hvort það var til hægri eða vinstri, þetta var fólk sem vill vernda náttúruperlur Íslands. Skítt með hægri og vinstri.

BG

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband