Evran á dagskrá

Það fer vart framhjá neinum sem er að reyna að fylgjast með stjórnmálum og efnahagsmálum að sumir í þjóðfélaginu halda ekki vatni af löngun í að innleiða Evruna eða einhvern annan gjaldmiðil til að taka við af okkar heitt elskuðu krónu. Því er blákalt haldið fram að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og ekki á vetur setjandi. Það er verið að kjafta krónuna út af borðinu með ákveðnum hætti og sérstaklega nú um stundir vegna efnahagslegra erfiðleika. Það eru sérstaklega samtök iðnaðarins og auðjöfrarnir (sem  einkum hafa þó hagnast á krónunni okkar) sem vilja krónuna feiga. Svo auðvitað bókstafstrúarmennirnir, Samfylkingin sem er látlaust með Evru glyrnur í augunum daginn út og inn. Þessu fólki er alveg sama þó að verðbólgan fari á fljúgandi ferð og seti alþýðu manna á vonarvöl. Verðbólgu markmið Seðlabankans eiga að hverfa og láta allt reka á reiðanum. Sem betur fer eru enn til flokkar sem hafa stolt til að bera til að halda í sjálfstæði okkar, það sem eftir er, og vilja halda í okkar krónu og undirstöður atvinnuvega okkar, Sjávarútveg og Landbúnaðinn án þess að fá skipanir frá Brussel um hvað megi gera eða ekki gera. Sem betur fer höfum við Davíð Oddson í Seðlabankanum til að halda verðbólgunni niðri og hófstilltan forsætisráðherra sem heldur niðri á hægan en áhrifamikinn hátt nokkrum rugludöllum og j í Sjálfstæðisflokknum og vill óbreytt ástand. Ef Geir Haarde og það fólk sem honum fylgja verða í einhverjum vandræðum með að hemja meðstjórnendur í ríkisstjórninni þá er hægur vandi að skipta um dömu sem mundi þá vera næstbesta daman á ballinu og á ég auðvitað við Vinstri græna sem mundu standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar með Sjálfstæðisflokknum. Það er kaldhæðnislegt að Framsókn skuli ljá máls á inngöngu í Evrópusambandið. Þeir hljóta þó að vita að það mundi ganga að landbúnaðinum al dauðum. Í þá gömlu góðu daga þegar Framsóknarmenn héldu vörð um sína kjósendur sem voru að mestu bændur hafði maður ekki þá tilfinningu að þeir, af öllum mönnum mundu svíkja sína. En því miður, þá urðu þeir fyrir því óláni að kjósa yfir sig formann sem hafði allt aðra og verri sýn á hlutina og heilaþvoði liðið eins og það lagði sig. Svo langar mig svona í afturendann á þessu spyrja þá menn sem vilja kasta frá sér lágri verðbólgu fyrir háa, hvort þeir muni ekki eftir því þegar verðbólgan hér var alltaf í tugum prósenta og allt að hundrað prósentum og sparifé landans brann til ösku eins og um áramótabrennu væri að ræða. Farið að hugsa, í guðsbænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband