Rasismi

Endalaust er hægt að koma mönnum á óvart í þessu þjóðfélagi. Ég fylgdist með úrslitum í laugardagslagakeppninni og fannst ákaflega lítið til koma. Ekkert laganna heillaði mig upp úr skónum og hef ég ekki mikla trú á að sigurlagið nái langt í Evrovision keppninni. Ég greiddi ekki atkvæði neinu laganna svo að mér var í rauninni sama hvað af þessu dóti kæmist áfram. En ég er samt hálft í hvoru feginn að þetta lag vann en ekki bulllögin tvö sem voru i öðru og þriðja sæti. Lagið hans Barða var svo sem í lagi ef það hefði verið flutt af alvöru listamönnum en þetta var bara bull. Það finnst mér aftur afleitt að Friðrik Ómar skuli ekki fá frið fyrir rasistum og verði að flýja úr borginni og taka símanúmerin sín úr símaskránni. Hefur íslenska þjóðin efni á að fóstra með sér rasista. Í guðsbænum farið þið sem stundið svona einelti að banka uppá í heilanum á ykkur til að vita hvort einhver er heima. Það þurfa allir að læra að tapa og mér fannst nú að Gilse.... gæti nú alveg unað við annað sætið en einhverjir áhangendur hljómsveitarinnar kunna sig ekki , því miður. B.G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband