17.3.2008 | 23:47
Hátækni sjúkrahús
Þegar maður skynjar tilburði heilbrigðisráðherrans okkar og löngun hans til að færa til einkaaðila heilbrigðisþjónustuna, þá veltir maður upp ýmsum leiðum sem trúlega eru færar til að spara í þessu blessaða kerfi okkar fúlgur fjár, þá mætti hugsa sér að byggt yrði hátækni sjúkrahús sem yrði tvískipt og yrði annar helmingurinn ætlaður venjulegu fólki með venjulegar og eðlilegar tekjur en hinn hópurinn sem er með 25 miljónir í tekjur og þar yfir á ári hefðu hinn helminginn. Ríka fólkið með ofur tekjurnar mundi fá þá þjónustu sem það hefur efni á að borga, úr eigin vasa eða vösum. Þetta mundi þá vera Sagaklasi ríka fólksins þar sem dekrað yrði við það og það mundi þá borga allan kostnað þessa hluta sjúkrahússins. Ríkið mundi þá sleppa við að reka þennan hluta kerfisins. Í hinum hópnum yrðu þá þeir sem minna hafa milli handanna og sá hluti fengi eins góða þjónustu og hægt er að veita. Ríkið mundi þá greiða allan kostnað sem þyrfti án þess að loka deildum og gæti þá kannski greitt hærri laun til heilbrigðisstarfsmanna. Þennan hluta ætti aldrei að einkavæða. En maður gæti hugsað sér að hinn hlutinn yrði einkavæddur og seldur einkaaðilum og þeir mundu þá alfarið ráða hvað þeir sem eiga peningana mundu borga fyrir þjónustuna. Og þá yrði samið auðvitað við starfsfólk um laun en þau kæmu ekki frá ríkinu heldur af innkomu sjúklingagjalda. Ég veit að ofurlaunaliðið yrði ekki ánægt en það hefur efni á þessu. það Gæti meira segja verið gott ef hægt væri að kaupa sér forgang að læknum og aðgerðum og flýtt þannig fyrir bata hjá þessu fólki svo það geti áfram haldið sinni auðsöfnun. Það er líka gott fyrir ríkiskassann. Ég veit að VG og fleiri eru ekki hrifnir af þessari hugmynd en eru þeir ekki hvort eð er á móti öllu? BG.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.