20.2.2008 | 21:42
Fjölmiðla okur.
Ég er fórnarlamb fjölmiðla okurs, það fer ekki á milli mála. Við hjónin höfum verið áskrifendur stöðvar 2 í fjölda ára og töldum okkur þurfa að vera það vegna skort á fjölbreytni í dagskrárvali í ríkissjónvarpinu. það voru nýrri og betri myndir á Stöð 2 en maður hafði þó fótboltann á ríkinu, enska boltann og fleiri viðburði svo sem beinar útsendingar af landsleikjum í handbolta. Stöð 2 sýndi líka fótbolta endrum og eins, þannig að maður hafði úr ýmsu að moða. þegar 365 miðlarnir sölsuðu undir sig enska boltann og bættu við sig fleiri og fleiri Sýnarrásum, hætti hætti maður að sjá enska boltann heimsmeistarakeppnina eða yfirleitt heimsklassa knattspyrnu t.d. Afríkukeppnina í fótbolta. Það er að verða nokkur ár síðan ég sá leik í enska boltanum. þetta hefur maður látið yfir sig ganga og látið gott heita vegna þess að maður gat horft á Formúlu 1 keppnina Sjónvarpinu. En það mátti ekki svo til ganga lengur, 365 miðlarnir þurftu auðvitað að sölsa það undir sig. Nú bíður maður eftir því að þeir kaupi sjónvarpsréttinn í kvennahandboltanum og karla boltanum. Þetta væri kannski ekki alvont ef stöð 2 væri jafnt og þétt að bæta efni sitt, en því miður þetta eru eintómar endursýningar og maraþonþættir sem margir eru að verða fullsaddir af að horfa á, gamlir Friends þættir sömu raunveruleikaþættirnir ár eftir ár og sömu lögregluþættirnir árum saman sem sagt útþynnt amerískt efni. Sama má segja í rauninni með Ruv, enginn metnaður á hvorugri stöðinni. Ég er að byrja áttunda tuginn á minni æviferð og ég sé mest eftir því að geta ekki horft á góða knattspyrnu eða Formúluna það sem maður á eftir ólifað alla vega ekki í sjónvarpi. það vill mér til láns að ég get einstaka sinnum séð leiki á netinu í tölvunni minni á 17 tommu skjá. Ef maður á að fá að sjá dýrðina þarf maður að borga morð fjár í viðbót við lágkúruna. Ég vona bara að gróðinn verði sem mestur hjá ykkur. Baldur Guðm
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.