30.9.2007 | 22:15
Sðferðisbrestur þjóðar
Siðferðisbrestur
Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið þegar maður er nú sestur í helgan stein hvernig græðgisvæðing þjóðarinnar er að leiða okkur í algerar ógöngur bæði siðferðilega og efnahagslega.Ég merki mikla afturför á ýmsum sviðum og er helst að sjá að Ísland sé að verða eign 10% þjóðarinnar og erlendir aðila séu að narta í kökuna líka. Ráðamenn þjóðarinnar eru alveg blindaðir af stóriðjustefnunni og vilja öllu til kosta til að koma upp álverum sem víðast. Nú er komin upp ný vá, Samfylkingin er sest í ráðherrastólana og það vita allir hver stefna hennar er, að koma Íslandi í ESB með öllu því afsali á stórn landsins, sem við höfum þó haft að hluta til en margar tilskipanir koma frá ESB í gegnum samninginn sem við bandalagið var gert. Siðferði landans fer hrakandi sem sést á því að nú virðist orðið vera í lagi að sökkva hálendinu hvar sem það finnst og láglendinu líka reyndar ef einhver stórfyrirtæki vilja reysa hér álver. Annað dæmi um hnignun og úrkynjun er þessi gengdarlausa græðgi fjárfesta sem sumir hverjir eru með miljarða í laun á ári fyrir utan gróðann af fjárfestingunum sem fjármagnaðar eru með lánum trúi ég. Á sama tíma og sumir hverjir baða sig í peningum og borga lítið í skatta miðað við allan auðinn eru heilu starfsstéttirnar í menta og heilbrigðisgeiranum í stórfeldum vandræðum með að manna stöðurnar vegna láglaunastefnu stjórnvalda, sveitafélaga og atvinnurekenda. Hinn vestræni heimur er að gera út af við þennan hnött sem við búum á með gegndarlausri mengun sem er orsök græðginnar sem hrjáir heiminn um þessar mundir. Ráðamenn í sumum ríkjum eru svo gersneyddir því að hafa vitiborna framtíðarsýn að þeir þora ekki að sína dug til að stöðva þessa óheilla þróun. Auðmagnið hefur svo mikil völd að það er illráðanlegt meðan að mikið vill altaf hafa meira og meira, það er aldrei nóg. BG
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll, Baldur !
Þakka þér; afbragðs góða hugvekju þarna. Gott til þess að vita að, enn skuli, á landi hér, finnast menn, hverjir góða þanka hafa; og alla velvild, til landsins, sem og hinnar hrjáðu þjóðar okkar.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 22:34
Fólk lærir seint af sögunni stjórnmálamenn sem aðrir aða varð ekki miskipting kveikjan að Russnesku byltingunni og þeirri Frönsku fólk hefir einungis takmarkaða þolinmæði og þegar komið er yfir strikið og hjólið byrjar að rúlla er vont að stoppa það
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.9.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.