Venjulegar vangaveltur

Nú er lygn sjór eftir fjörmikið kosningavor. Ekki langt síðan sumarþingi lauk sem var tíðindalítið og ekki auðséð í fljótu bragði hvað átti að koma út úr því. Maður er auðvitað hundfúll yfir hvernig alþingiskosningarnar fóru en lýðræðið er svona og við viljum hafa það þannig.Stundum finnst manni vera fullmikið af gráum svæðum í lýðræðis framkvæmdinni, kannski viljum við líka hafa það svo. Ég er að bíða eftir því hversu mörg  kosningaloforða samfylkingarinnar verða svikin á fyrsta ári kjörtímabilsins en það voru ekki liðnir margir dagar stjórnarsetunnar þegar fyrsta loforðið var svikið og var haninn ekki einu sinni búinn að gala tvisvar. Það muna víst flestir hvað átti að verða fyrsta vers Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ég man ekki betur en að það ætti að taka Íslendinga af lista Bandaríkjamanna yfir hinar víg fúsu þjóðir. En hvað? "Við hörmum stríðið í Írak". Hver gerir það ekki?  Nú er allt á fullu við undirbúningorkuvera sem útvega á rafmagn til fjögurra nýrra álvera, á gjafverði. "Fagra Ísland" Var þetta ekki eitt af slagorðum Samfylkingarinnar, ekki man ég betur en hvað verður um okkar fagra land þegar landið hefur misst árnar, fossana, gljúfrin , gilin og lækina undir eitt allsherjar lón. Er þetta framtíðarsýn Samfylkingafólks. Er fólk sem hætti við að kjósa Vinstri græna ekki farið að sjá eftir því eða þeir sem sóuðu atkvæði sínu á Íslandshreyfinguna, hefði ekki verð betra að kjósa Vinstri Græna. þá væri þó náttúra Ísland með öfluga málsvara. Eru engin takmörk fyrir því hverju má fórna fyrir landið okkar Ísland ef peningar eru annarsvegar? Á það fyrir okkur Íslendingum að liggja að taka þátt í að murka lífið úr Írökum og murka lífið úr fegurð Ísland og náttúruperlum þess?. Ljótt ef satt er. Það er aðeins ein manneskja í nýrri ríkisstjórn sem ég treysti, sem hefur mannlegar tilfinningar og hlýju til að bera og á eftir að koma einhverju góðu til leiðar. þetta er Jóhanna Sigurðardóttir sem ég veit að lætur ekki teyma sig út í einhverja vitleysu. Þessi kona hefur alltaf haft góðar kenndir til þeirra sem minna mega sín. Það hefði verið gott að hafa hana með okkur Vinstri Grænum í flokki. En úr því sem komið er er betra hafa hana í stjórn en utan hennar. B.G. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband