14.4.2007 | 15:07
Idolið mitt Ómar Ragnarsson
Mér finnst rosalega sorglegt að Ómar Ragnarsson skuli vera meiri íhaldsmaður en umhverfissinni og fari í þá ósvinnu að dreifa kröftum okkar til hægri og vinstri til þess eins að koma í veg fyrir að 12 ára stóriðjustjórn fái áfram að útdeila virkjunum til útlendinga á spottprís eingöngu til álframleiðslu. Þegar Ómar loksins reis upp á gamals aldri til verndunar hálendisins, kannski of seint að vísu varð ég strax hans maður og vonaði að hann gengi í raðir okkar sem höfum frá upphafi verið andvígir stóriðju og virkjunum umfram þarfir okkar. Mér varð að orði þegar Ómar stofnaði annað framboð með hægri áherslur, Nú er aumingja kallinn að skjóta sig og fleiri í fæturna. Ef flokkur Ómars fengi engan þingmann í næstu kosningum er nokkuð tryggt að ríkisstjórnin heldur velli. Það er engin von til þess að Ómar og flokkur hans nái neinu fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, það sýna skoðanakannanir undan farnar vikur. Fylgið kemur frá Vinstri/grænum, frá þeim flokki sem er með verndun náttúrunna efst á stefnuskrá sinni. Þegar Ómar Ragnarsson gekk niður Laugaveginn í broddi fylkingar þúsunda fólks, karla, kvenna og barna var fólki að sýna samstöðu með sjónarmiðum umhverfissinna, Það horfði ekki til þess hvort það var til hægri eða vinstri, þetta var fólk sem vill vernda náttúruperlur Íslands. Skítt með hægri og vinstri.
BGFærsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.