Á villigötum

Þetta er í annað skiptið á æfi minn, sem spannar 70 árin í þessum mánuði, sem ég verð alveg gáttaður á framferði ráðamanna landsins. Í fyrra skiptið var það þegar D.O. reyndi að troða fjölmiðla frumvarpinu ´fræga í gegn um þingið og forsetinn okkar kom í veg fyrir það. þá var 80 til 90% þjóðarinnar andvígir því. Íhaldið og Framsókn urðu að falla frá þeirri áætlun að valta yfir þjóðina í það skiptið. þó að maður hafi oft fundist fyrrverandi ríkisstjórn undir forsæti D.O. valta yfir allt og alla, þá hafði hún oft á bak við sig meiri hluta þjóðarinnar og ekki mikið við því að gera og vísa ég t.d. til virkjanamála og vatnalaganna margfrægu. Það óhappaverk að að skuldbinda Íslensku þjóðina til að taka þátt í innrás Bandaríkjanna og Bretlands á saklausa þjóðina, Írak er óhæfuverk tveggja manna sem snið gengu flokksfélaga sína og ákváðu einhliða  þátttöku okkar. Maður vonar að svona gerningur verði ekki endurtekinn aftur nema með þjóðaratkvæðagreiðslu. En síðara skiptið, sem ég varð mjög hvumsa er einmitt val Setts Dómsmálaráðherra í embætti dómara í trássi við þá nefnd sem er ráðgefandi í svona málum og hafði valið þann sem síst var talinn hæfur. Það hafa oft verið deilur um val í dómara embætti en alltaf var sá er valinn var vel hæfur og ekkert við því að segja þó manni finnist stundum að um frænda og vina veitingar sé að ræða. Rökstuðningurinn fyrir þessari veitingu er ekki á vetur setjandi enda á móti öllu vitrænu. Embættisveiting Össurar er skiljanlegri, hann valdi einn  umsækjandann fram yfir aðra, en allir voru þeir vel hæfir og engin nefnd sem lagði til eins eða annars, þó ég hefði sjálfur valið konuna vegna þess að hún hafði gegnt þessu starfi í einhverja mánuði og gert það vel. B.G.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já skil vel að þessi gjörningur falli undir annað þeirra skipta sem þig setur í rogastans. Því eins og kom fram í fréttablaðinu í dag:

"Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður segir skipan Þorsteins Davíðssonar í stöðu héraðsdómara hafa verið ranga, ómálefnalega og ólögmæta. Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í málinu, hafi ekki haft vald til að taka stjórnvaldsákvörðun sem byggð sé á ómálefnalegum sjónarmiðum. Verulegar líkur séu á því að dómstólar ógildi ráðninguna ef málið verði borið undir þá."

Þar höfum við það. Nú þarf e-h að skjóta þessu máli fyrir dómsstóla svo það verði leiðrétt og þá er kannski spurning að e-h segi af sér. Nei ætli það. Ekki frekar en að mannréttindi verði virt sbr. nýja úrskurðin í tengslum við fiskveiðilöggjöfina. já fínt já sæll

Halldór (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband