Kosningarnar

Eftir heilmikið bras tókst mér að komast á bloggið mitt, en það er orðið nokkur tími síðan að ég reyndi þetta. svo að lykilorð og annað var komið í glatkistuna. Eftir ævintýralegar kosningar og úrslit þeirra þá ætti ég auðvitað að vera sáttur þar sem mitt fólk Vinstri/Grænir juku fylgi sitt um næstum helming og fjóra þingmenn. Þetta er svo til það fylgi sem ég spáði að VG fengi þó að ég neyti því ekki að ég vonaði að við næðum 12 þingmönnum inn. Það er stór galli á skoðanakönnunum hvað vart er að treysta á það fylgi sem segist muni kjósa þennan eða hinn flokkinn mánuði fyrir kosningar og það gerist æ ofan í æ að VG toppar á vitlausum tíma. En við unnum góðan sigur þó að tækifærið til að koma Íhaldinu í stjórnarandstöðu hafi glutrast niður. Þar eiga allir vinstri flokkarnir stóra sök og ég er ekki par hrifinn af því hvernig mitt fólk hélt á málum. Sumarþing er um þessar mundir og er skrýtið að hlusta á stjórnar andstöðuna karpa um það hverjir hafi átt sökina á að ekki tókst að mynda vinstri stjórn. Sannleikurinn er sá að allir flokkarnir snéru sér é hægri hliðina og biðluðu til Sjálfstæðisflokksins, meira að segja VG af öllum flokkum. Ingibjörg ætlaði alltaf að komast í stjórn með Íhaldinu enda hafa kratar ávalt verið hægra megin við miðjuna. Það var meira segja sagt hér áður fyrr að Alþýðuflokkurinn hafi verið kýli á bak við hægra eyra Íhaldsins og mig minnir að Hannibal Valdimarsson hafi sagt þetta einhvern tímann. (kannski) Allir vita svo hvernig komið var fyrir Framsókn. Flokkurinn var eiginlega að verða samgróinn Sjálfstæðisflokknum og var ekki seinna vænna fyrir Geir Haarde að skera á milli svo að ekki kæmi sýking í flokkinn. Nú sér maður betur og betur að ekki er hægt að treysta orðum Ingibjargar nú frekar en fyrri daginn og óttast ég mest að ég lifi það ekki að sjá hér á landi sannkallaða vinstri stjórn. B.G


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Baldur Guðmundsson
Baldur Guðmundsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband